Þingeyrakirkja

Steinhlaðin 19. aldar kirkja

Þingeyrakirkja er ein glæsilegasta kirkja Íslands,
grjóthlaðin og ríkulega búin dýrum gripum.
Ásgeir Einarsson bóndi og alþingismaður lét reisa kirkjuna
og fékk til verksins Sverri Runólfsson, færasta steinhöggvara landsins á þeim tíma.
Grjótið var dregið á sleðum yfir ísilagt Hópið
og uxum beitt fyrir en leiðin er um 8 km löng.
Kirkjan var vígð til notkunar 9. september 1877.

Klausturstofa

Þjónustuhús

Klausturstofa  er þjónustuhús kirkjunnar

og er opið eins og kirkjan yfir sumarmánuðina.

Þar eru sýningar um Þingeyrastað og kirkjuna.

Sala á kaffi og leiðsögn í kirkjuna á opununartímum.

Opnunartími

Opið 10:00 – 17:00 alla daga

1. júní – 31. ágúst

Þjónustugjald er fyrir aðgang og leiðsögn í kirkjuna

Einstaklingar eldri en 14 ára

500KrÁ mann

Sími 895-4473 / Holabak@emax.is


Hafa samband

Nafn

Netfang

Titill

Skilaboð

Hópar

Við tökum á móti hópum af öllum stærðum.

Vinsamlegast látið okkur vita
svo við getum undirbúið komuna.

Þingeyrakirkja (Þingeyraklausturskirkja) https://www.facebook.com/thingeyraklausturkirkja/

Þingeyrakirkja er steinhlaðið hús, 14,40 m að lengd og 8,23 m á breidd, hornsneitt á kórbaki og með turn við vesturstafn, 2,24 m að lengd og 3,43 m á breidd. Þakið er krossreist og gaflsneitt yfir kór. Veggir eru hlaðnir úr ótilhöggnu eða lítt höggnu steinlímdu grjóti, sökkulbrún er neðarlega á vegg, raðsteinsbogar yfir gluggum, dyrum og hljómopum og brúnir eru undir þakskeggi. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir gluggar og einn á hvorri hornsneiðingu. Þeir eru bogadregnir að ofan, gerðir úr steypujárni og í hverjum þeirra eru 100 rúður. Efri hluti turns gengur inn á kirkjuþak sem nemur veggjarþykkt vesturstafns. Á honum er lágreist píramítaþak, eirklætt eins og þak kirkju

Þingeyrakirkja er fyrsta steinkirkja á Íslandi og stendur í Húnaþingi milli vatnanna Hóps og Húnavatns. Kirkjan var reist af Ásgeiri Einarssyni alþingismanni og var vígð árið 1877

https://en.wikipedia.org/wiki/Þingeyrakirkja

Um miðja 19. öldina bjó Ásgeir á Þingeyrum miklu rausnarbúi og byggði kirkjuna að mestu á eigin kostnað á árunum 1864-1877. Grjót í bygginguna lét hann uxa draga á ís yfir Hópið, enda lítið um grjót í landi Þingeyra. Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Sonur Ásgeirs var Jón Ásgeirsson þjóðkunnur hestamaður, faðir Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Sverrir Runólfsson Sverresen, hlaðlistarfrömuður, byggði kirkjuna.